Vindhögg dansks múslima?

Dönsk kona klædd andlitstblæju að hætti múslimskra kvenna neitaði að taka blæjuna frá andlitinu við vegabréfaskoðun á alþóðaflugvellinum í Brussel.

Konan er danskur ríkisborgari og kom frá Túnis þar sem ekki voru gerðar neinar athugasemdir við að hún neitaði að sýna andlit sitt við innritun.

Konan var send aftur til Túnis þar sem hún stödd núna.

Danski ráðherrann Inge Stöjberg þakkar belgískum yfirvöldum fyrir að sýna staðfestu í málinu. Ekki komi til greina segir hún að veita því fólki landgöngu sem neiti að gera grein fyrir sér.

Mál þetta telst að sögn danskra fjölmiðla bera vott um yfirvegaða ögrun og mun danska konan boða til blaðamannfundar í Túnis seinna í dag til að kynna sína hlið á málinu. Lögmenn skoða réttarstöðu hennar.

   

Nánar  www.nyheder.tv2.dk

[email protected]