Vill útrýma fátækt

Jóhann J. Ólafsson, stórkaupmaður og lögfræðingur, er gestur Björns Jóns Bragasonar í betri stofunni í þættinum 21 á Hringbraut í kvöld. Jóhann hefur skrifað fjölda blaða- og tímaritsgreina um eignajöfnuð í samfélaginu, en hann hefur dregið saman talnaefni sem sýnir að 80% eigna þjóðfélagsins sé í höndum opinberra aðila. Koma þurfi stórum hluta þessara eigna í hendur landsmanna til að jafna eignastöðuna í þjóðfélaginu. Þetta ætti að vera ein höfuðkrafa verkalýðshreyfingarinnar auk þess gera helstu nauðþurftir frádráttarbærar frá skatti. Með því að hrinda þessu í framkvæmd mætti útrýma fátækt í samfélaginu.