Vill sýknu allra í öllum atriðum

Davíð Þór Björg­vins­son, full­trúi ákæru­valds­ins í end­urupp­töku Guðmund­ar- og Geirfinns­máls­ins og sett­ur rík­is­sak­sókn­ari, krefst sýknu að öllu leyti í mál­inu, en hann skilaði grein­ar­gerð sinni vegna máls­ins til Hæsta­rétt­ar í dag.

Verj­end­ur sex­menn­ing­anna, sem dæmd­ir voru fyr­ir aðild sína að mál­un­um á átt­unda ára­tugn­um, fá nú frest til að skila sín­um grein­ar­gerðum, að því er segir á mbl.is í dag. Þá fer Davíð fram á að mál­svarn­ar­laun skipaðra verj­enda greiðist úr rík­is­sjóði.  

End­urupp­töku­nefnd féllst í fe­brú­ar á síðasta ári á end­urupp­töku­beiðni fimm manna sem sak­felld­ir voru í tengsl­um við Guðmund­ar- og Geirfinns­mál­in á átt­unda ára­tugn­um. Beiðni Erlu Bolla­dótt­ur um end­urupp­töku var hafnað. 
 

Sex­menn­ing­arn­ir eru auk Erlu Al­bert Kla­hn Skafta­son­, Sæv­ar Ciesi­elski, Kristján Viðar Viðars­son­, Tryggvi Rún­ar Leifs­son og Guðjón Skarp­héðins­son. Þau voeeu dæmd í eins til sautján ára fangelsi í Hæsta­rétti árið 1980. Sæv­ar og Tryggvi Rún­ar eru látn­ir. Þau voru á aldr­in­um 20-32 ára þegar þau voru hand­tek­in.