Vill óháða úttekt á íslandspósti

Framkvæmdastjórn Félags atvinnurekenda telur nauðsynlegt að unnin verði óháð úttekt á því hvernig samkeppnisrekstri Íslandspósts ohf. hefur verið háttað. Fréttablaðið greinir frá og segir að fyrirtækið hafi undanfarin ár tapað hundruðum milljóna á lánveitingum til dótturfélaga. 
 

Tillögu um lánveitingu til Íslandspósts upp á einn og hálfan milljarð króna var frestað á Alþingi í síðustu viku og verður skoðuð frekar í nefndinni. Fyrir þriðju umræðu um málið er til skoðunar hvort rétt sé að setja skilyrði fyrir lánveitingunni, segir í Fréttablaðinu.

Nánar á

http://www.ruv.is/frett/vill-ohada-uttekt-a-islandsposti