Vill helst óbreytta ríkisstjórn

Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokks, segist helst vilja að núverandi ríkisstjórn starfi áfram eftir kosningar, sé þess nokkur kostur. Hann segir ríkisstjórninni hafa tekist vel í verkum sínum.

Hann segir mikla óvissu fylgja ef vinstri flokkarnir mynda næstu ríkisstjórn á Íslandi. Honum hugnast það ekki.

Karl tekur undir áhyggjur Gunnars Braga Sveinssonar landbúnaðarráðherra að betur hefði þurft að vinna að búvörusamningunum. En þú sagðir samt já: „Já.“

Karl Garðarsson styður Sigurð Inga Jóhannsson til formennsku í Framsóknarflokki. Karl óttast að sár kunni að verða lengi að gróa eftir formannskjörið í flokknum.

Karl er í viðtali í Þjóðbraut í kvöld, ásamt Bryhildi Pétursdóttur Bjartri framtíð.