Viljum fjölbreyttara atvinnulíf en bara laxeldi

Bæjarstjóri Vesturbyggðar í 21 í kvöld:

Viljum fjölbreyttara atvinnulíf en bara laxeldi

Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, segir í þættinum 21 í kvöld að það sem kæmi byggðunum fyrir vestan best væri fjölbreytt atvinnulíf, núna eru öll eggin í sömu körfunni með því að laxeldisfyrirtækin séu stólparnir í ativnnulífinu á sunnanverðum vestfjörðum.

Rebekka og Jón Kaldal, blaðmaður og félagi í The Icelandic Wildlife Fund mæta til Lindu Blöndal í þættinum 21 í kvöld. Rebekka segist ennfremur þó trúa því að störfin sem laxeldið skaffi verði til frambúðar hvað sem líður tæknivæðingu svo sem fjarstýrðum fóðurgjöfum í eldinu.

Jón bendir á að mikil verðmæti séu í eldisleyfum og þau séu seld frá einu fyrirtæki til annars hjá erlendum leyfishöfum. Þetta séu verðmæti sem byggðir landsins og þjóðarbúið ætti að fá tekjur af. Milljarðar séu í þessum leyfum sem Íslendingar veiti erlendum fyrirtækjum frían aðgang að. Rebekka segir að vonir séu bundnar við undirbúnings frumvarps í sjávarútvegsráðuneytinu um að skattleggja þessi leyfi.

Niðurstaða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um að fella úr gildi rekstarleyfi frá Matvælastofnun og starfsleyfi frá Umhverfisstofnun um stækkað laxeldi í opnum kvíum í Patreksfirði og Tálknafirði hefur ollið stórum skjálfta í byggðum fyrir vestan og hjá ríkissstjórninn og þingmönnum.

Nefndin hafnaði því líka að fresta réttaráhrifum úrskurðarins – það er hann tæki gildi nú þegar.

Ákall kom til Alþingis og ríkisstjórnarinnar um að hlutast til um málið og ráðherra lagði á þriðjudaginn fram frumvarp um breytingu á lögum um fiskeldi svo að þrátt fyrir úrskurðinn þá geti fyrirtækin starfað í tíu mánuði og fá frest til að fara yfir umhverfismat sitt. Þau fá sem sagt bráðabirgðaleyfi.

Það hefur verið talað um allt að 300 störf sem séu í hættu, bein störf séu um 170 og stoðir atvinnulífs á Vestfjörðum í hættu, aðallega á sunnanverðum fjörðunum. Arnarlax er t.d. stærsti vinnuveitandinn á svæðinu og tekið frammúr sveitarfélaginu að því leyti. Meðal sveitarfélaga sem reiða sig á laxeldið er Bíldudalur sem flokkast undir brothætta byggð.

Nýjast