Vilja komast undan okurleigu og í hafnartorgið

Stór hluti verslunarhúsnæðis er kominn í leigu á nýju Hafnartorgi í miðborginni eða yfir 80 prósent og mikil ásókn hefur verið í að komast þar inn segir Tinna Jóhannsdóttir, forstöðumaður markaðsmála hjá Reginn fasteignafélagi. Tinna mætir til Lindu Blöndal í þáttinn 21 í kvöld og greinir frá þróun Hafnartorgsins sem óðum tekur á sig mynd og verður til þess að setja nýjan svip á austurhluta miðborgarinnar en Reginn sem á húsnæðið  við Austurhöfnina líka leigir út til verslana í um 8600 fermetra rými . Austurhöfnin er annað verkefni sem er um 4000 fermetrar og þar verða íbúðir, veitingarekstur og alls kyns búðir.

Hafnartorgið hefur þó verið hugsað sem rými fyrir stór og dýrari vörumerki sem sum hafa þegar opnað, útstillingargluggarnir eru stærri og hærri en vanalega og Göngugötur voru hannaðar breiðari en gengur og gerist. Einnig verður hægt að ganga beint inní verslunarhverfið úr bílakjallara sem liggur frá Hörpu undir Hafnartorg.  Tinna segir dæmi um aðverslunareigendur hafi færst sig af Laugaveginum á Hafnartorgið til að komast undan okurleigu á Laugaveginum. Reginn, sem leigir út verslunarrýmið segist geta boðið hagstæðari leigu þar sem félagið hafi fengið byggðingalóð á hagstæðu verði, verið á réttum tíma með fjárfestingu og því laðað frekar að verslanir. 

Leiguverð er frá um 4.000 og upp í 9.500 krónur á fermetra en það fer eftir eðli reksturs, staðsetningu og öðru.  

 Nú þegar eru stór H&M verslun á hafnartorginu, bæði fatnaður og H&M Home, Herragarðurinn, GK og fataverslunin með merkið COS opnar þar á morgun. Fleiri munu bætast við að Tinna segir dýru merkin ekki verða ráðandi en valið sé vandlega hverjir fá að vera á torginu með starfsemi til að verja heildarásýnd staðarins.

 Verslun í miðborginni hefur átt undir högg að sækja af ýmsum ástæðum. Lengi hefur verið gagnrýnt að lundabúðir svokallaðar hafi tekið yfir ásýnd miðbæjarins. Með því að húsnæðið sé í eigu eins og sama aðila má komast hjá því að þróun verslunar verði á verri veg eins og mönnum hefur sýnst hafa gerst í miðborginni með fjölgun túristabúða, segir Tinna.

 Hafnartorg og Austurhöfn eru tvö verkefni þar sem byggð er upp í miðborg Reykjavíkur blanda íbúða- og atvinnuhúsnæðis. Ætlunin er að torgið og höfnin tengi saman gamla miðbæinn við hafnarsvæðið og menningarstarf í Hörpu.