Vilja hefðbundna kosningu um nafn

Bæjarráð Sameinaðs sveitarfélags Garðs og Sandgerðis leggur fram við bæjarstjórn sveitarfélagsins að fram fari íbúakosning um val á nafni, ákveðinn verði kjördagur til að framkvæma kosninguna. 
 
Á vef Víkurfrétta segir að bæjarráð óski þess kosið verði með hefðbundnum hætti, með kjörseðli á kjörstað. Þá fái bæjarráð umboð til að halda utan um ferli málsins og framkvæmd, ásamt Kjörstjórn þar sem það á við.