Vilja allar upplýsingar tíu síðustu ár

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, verður gestur Þjóðbrautar í kvöld. Hann segir þar að Samtökin muni óska eftir ítarlegum upplýsingum frá Matvælastofnun.

Andrés segir að óskað verði eftir upplýsingum frá Matvælastofnun um allar athugasemdir við alla matvælaframleiðslu síðstliðin tíu ár.

Hann segir miklu skipta að bæði verslunin og neytendur viti fullkomlega hvar eitthvað hefur misfarist og hvað.

Andrés segir að best sé að verslunin og neytendur vinni saman í þessum málum.

Hann segir jafnframt að verslunin sé varnarlaus í málum einsog Brúneggsmálið. Ófært sé fyrir verslunina að fylgjast með framleiðslu hvers og eins og að brýnt sé að hægt sé að treysta á það eftirlit sem á að vera.

 

-sme