Víkingur Heiðar tilnefndur til verðlauna BBC Music Magazine

Víkingur Heiðar tilnefndur til verðlauna BBC Music Magazine

vikingurolafsson.com
vikingurolafsson.com

Píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafs­son hefur verið tilnefndur til verðlauna tónlistartímarits breska ríkisútvarpsins, BBC Music Magazine. Víkingur Heiðar er tilnefndur í flokki tónlistar án söngs fyrir plötu sína þar sem hann flytur verk Johanns Sebastians Bach. Fréttablaðið.is greinir frá.

Víkingur Heiðar mun etja kappi við plöturnar Debus­sy: Prélu­des, Book 2; La mer eftir Alexander Melni­kov og Olgu Pashchenko og SoftLOUD eftir Sean Shibe.

Alls eru 21 plata tilnefndar í sjö flokkum, en allar plöturnar eiga það sameiginlegt að hafa fengið fimm stjörnur í BBC Music Magazine. Sérstök dómnefnd valdi úr 200 plötum sem fengu fimm stjörnu dóm í tímaritinu á liðnu ári.

Dómnefndin segir um ástæðu tilnefningarinnar: Vikingur Ólafsson’s beautifully crafted Bach programme is a balm for the ears. His mix of original keyboard works and arrangements by a host of pianist-composers is played with such joy – his articulation is pin-sharp, his dynamic and tonal control constant delights. If ever there was an album to demonstrate Bach’s timelessness, this is it.“

Nýjast