Viðskiptahalli við mexíkó

Fríverslunarsamningur Bandarikjanna og Mexíkó og Kanada (NAFTA) er þyrnir í augum forseta Bandarikjanna. Kvittur um að Donald J. Trump myndi einhliða segja Bandaríkin frá NAFTA samningum er líkast til tilhæfulaus með öllu. Viðskiptaráðherra Bandarikjanna Wilbur Ross segir þetta orðróm sem ekki eigi neina stoð í veruleikanum.

Viðskiptahalli Bandarikjanna við Mexíkó er neikvæður um sextíu og tvo milljarða dollara. Donald J. Trump sagði í kosningabaráttu sinni að NAFTA samningurinn þjónaði ekki lengur hagsmunum Bandarikjanna og sagði hann að annað hvort segðu Badaríkin sig frá NAFTA eða þá að samið yrði um fríverslun ríkjanna upp á nýtt. 

Forseti Bamdaríkjanna er stafastur og lítt haggalegur þegar fríverslun og hnattvæðingu ber á góma. Hann minnir áheyrendur og viðmælendur á kosningaloforð forsetaframboðsins sem eru í hnotskurn þau að hagur Bandaríkjanna og hagsmunir bandarískra neytendur og atvinnuvega og launamenn skulu sitja í fyrirrúmi þegar forseti Bandarikjanna efnir gefin kosningaloforð. 

 

Nánar www.u.afp.com