Viðreisn vill ódýr­ara ísland

Viðreisn fer inn í þing­vet­ur­inn und­ir slag­orðinu „Ódýr­ara Ísland“, en á blaðamanna­fundi flokks­ins í morg­un fóru þau Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir og Þor­steinn Víg­lunds­son yfir þau mál sem flokk­ur­inn ætl­ar að leggja áherslu á í vet­ur.

Í upp­hafi fund­ar­ins var fjölda skjá­skota úr vef­miðlum varpað upp á skjá í húsa­kynn­um Viðreisn­ar, með frétt­um sem fjalla um hátt verðlag hér á landi og þverr­andi sam­keppn­is­hæfni ís­lenskra fyr­ir­tækja. Þor­gerður Katrín sagði að þrátt fyr­ir alla þessa um­fjöll­un talaði eng­inn um rót vand­ans, ís­lensku krón­una, en Viðreisn hyggst leggja fram nýja pen­inga­mála­stefnu Íslands á kom­andi þingi.

Þor­steinn bar sam­an bæði mat­vöru­verð og vaxta­kostnað Íslend­inga við ná­granna­lönd­in og sagði að sá sam­an­b­urður kæmi illa út. Hann sagði ís­lenska fjög­urra manna fjöl­skyldu eyða 80 þúsund krón­um meira í mat á mánuði en fjöl­skylda sömu stærðar í Dan­mörku og að vext­ir væru hér tvö­falt til þre­falt hærri en í ná­granna­lönd­un­um.

 
 
\"Þorsteinn
Þor­steinn sagðiað ís­lensk­ar fjöl­skyld­ur væru að greiða allt of háa vexti og að það væri fylgi­fisk­ur ís­lensku krón­unn­ar. Graf/​Viðreisn
Nánar á