Viðreisn í lykilstöðu í Kópavogi

Sveitarstjórnarkosningarnar um aðra helgi:

Viðreisn í lykilstöðu í Kópavogi

Viðreisn sem býður fram með Bjartri framtíð í Kópavogi næði inn einum manni í bænum, ef kosið væri nú, samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins, en þetta nýja stjórnmálafl hefur það þá í hendi sér hvort meitihlutinn heldur velli í þessu öðru stærsta bæjarfélagi landsins.

Í könnuninni dalar Sjalfstæðisflokkurinn aðeins frá kosningunum 2014, fengi ríf 36 prósent og áfram fimm menn kjörna, en Björt framtíð geldur afhroð, var með rösk 15 prósent fyrir fjórum árum og tvo fulltrúa en fengi núna, í slagtogi með Viðreisn, meira en helmingi minna fylgi, eða rúm 7 prósent og einn fulltrúa.

Ef Viðreisn og BF halda áfram samstarfinu við Sjálfstæðisflokkurinn, sem vilji virðist vera til af beggja hálfu, færi meirihlutinn úr 7 mönnum í 6 - og er þá í reynd orðinn þriggja flokka samstarf með Viðreisn inni í menginu.

Samfylkingin bætir við sig í prósentum talið í könnuninni, færi úr 16 prósentum upp í 20 prósent, en yrði engu áð síður áfram með tvo fulltrúa. Samkvæmt könnunni næði Framsókn, Píratar og Vg einn fulltrúa hver, en Miðflokkurinn og Fyrir Kópavog engan, rétt eins og Sósíalistar sem mælast með 2,3 prósenta fylgi í bænum.

Nýjast