Viðræðum lokið við kröfuhafa

Endurskipulagningu efnahags Reykjanesbæjar er lokið

Viðræðum lokið við kröfuhafa

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur lokið viðræðum við kröfuhafa. Endurskipulagning efnahags bæjarins tók þrjú ár. Nú mun reyna á stjórnmálamenn að fylgja aðlögunaráætluninni enda er stutt í næstu sveitarstjórnarkosningar.

Tekist hefur að ná samkomulagi við nær alla um margvíslegar aðgerðir sem munu skila sveitarfélaginu lækkun skulda og skuldbindinga.

Reykjanesbær nær að komast undir lögboðið 150% skuldaviðmið fyrir lok árs 2022.

Skuldir bæjarins voru 44 milljarðar króna árið 2014.

Skuldasafnið var því bæði stórt og umfangsmikið og fjölbreytt og flókið. Þá voru kröfuhafar ekki einsleitur hópur.

Nánar er sagt frá þessu á vef Reykjanesbæjar www.reykjanesbaer.is

frettastjori@hringbraut.is

 

Nýjast