Víðir fer í gjaldþrot

Yfirlýsing frá eigendum Víðisbúðanna:

Víðir fer í gjaldþrot

„Við stofnendur Víðis ehf., sem rekið hefur 5 matvöruverslanir á höfuðborgarsvæðinu undir sama nafni, höfum frá og með deginum í dag hætt rekstri þeirra,“ segja Eiríkur Sigurðsson og Helga Gísladóttir í yfirlýsingu sem barst Morgunblaðinu í gærkvöldi.

Þau segja erfitt að keppa við aðila sem hafa markaðsráðandi stöðu á grundvelli stærðar og stuðnings frá helstu lífeyrissjóðum landsins, eins og það er orðað í yfirlýsingunni.

Starfsmenn ku hafa fengið tölvupóst frá eigendum Víðis um að fyrirtækið væri á leið í gjaldþrot. Ekki fylgir fréttinni neitt um hvort ógoldin laun séu útistandandi.

 

Nýjast