Viðhorf til eldfjalla könnuð

Í gangi er nú könnun þar sem spurt er: Hvert er viðhorf þitt til eldfjalla? Könnunin er samstarfsverkefni Veðurstofu Íslands og King‘s College í London

Markmiðið er annars vegar að kanna skoðanir Íslendinga og ferðamanna á gosinu í Holuhrauni árið 2014 til 2015 og hins vegar að meta almennt viðhorf til eldfjalla og eldvirkni á Íslandi.

Könnunin er hluti af alþjóðlegu samstarfi sem miðar að því að skilja viðhorf fólks til eldfjalla og áhættu vegna eldgosa. Meðal annars hvernig fólk nýtir upplýsingar þegar eldgos verður, hvernig aðstoð það vill helst og hvaða eignir það metur mest.

Sömuleiðis er skoðað hvernig fólk túlkar áhættu og traust og hvað eldfjöll merkja fyrir Ísland.

Könnunin er nafnlaus og bæði á íslensku og ensku á vefsíðu Veðurstofunnar: http://www.vedur.is/um-vi/frettir/hvert-er-vidhorf-thitt-til-eldfjalla