„Við viljum lækna heilann“

Ragnhildur Þóra stýrir Alzheimer rannsóknum við Cambridge:

„Við viljum lækna heilann“

Ragnhildur Þóra Káradóttir
Ragnhildur Þóra Káradóttir

Alzheimer rannsóknir eru er eitt af mest aðkallandi viðfangsefnum nútímans.

Í viðtali við Lindu Blöndal í þættinum 21 kvöld segir Ragnhildur Þóra Káradóttir, doktor í taugalífeðlisfræði frá því hvernig hún og hennar teymi við Cambridge rannsaka Alzheimers-sjúkdóminn frá gjörsamlega nýju sjónarhorni.

Ragnhildur Þóra er meðal fremstu vísindamanna Evrópu í sínu fagi og hefur um nokkurt ára skeið stundað  heilarannsóknir við háskólann í Cambridge í Bretlandi. Hún hlaut rannsóknarstyrk frá styrktarsjóði Paul Allen, eins stofnanda Microsoft til að rannsaka Alzheimer. Styrkurinn var upp á 1,3 milljóna dollara sem jafngildir 174 milljónum króna. 

 Enn fremur má nefna að árið 2015 hlaut Ragnhildur ein virtustu verðlaun Bretlands í læknavísindum og gerð að félaga í Lister-stofnuninni og styrkt um 40 milljónir króna. Sama ár var hún val­in af FENS-Kavli sjóðnum í hóp 20 fremstu ungra tauga­vís­inda­manna í Evr­ópu.  FENS, er sambandi taugavísindafélaga í Evrópu, og Kavli-stofnunina stofnaði norsk-ameríski viðskiptamaðurinn Fred Kavli til að auka veg vísinda í heiminum. 

 Ragnhildur rekur eigin rannsóknarstofu í taugavísindum í Cambridge-háskóla í Bretlandi.Ragnhildur bjó til þverfaglegt teymi við Cambridge háskóla varðandi rannsóknarvinnuna um Alzheimer og er eina stofnunin utan Bandaríkjanna sem sjóður Pauls Allen hefur styrkt.

 

Nýjast