Við stóðum í gátt vændis

Að öllu óbreyttu mun meðferðarheimilið í Krýsuvík loka 1.nóvember næstkomandi. Soffía Smith og Helena Gísladóttir berjast fyrir því að af því verði ekki. Meðferðin sem þær fengu þar bjargaði lífi þeirra og þær benda á að ekkert komi þá í staðinn. Þarna eru veikustu einstaklingarnir með fíknisjúkdóm og þeir 18 talsins sem nú eru þarna hafa engan annan stað að hverfa til nema reyna að komast inn annars staðar með margra mánaða bið sem er líklegt að sumir þeirra muni ekki lifa af.

Soffía og Helena tala hreinskilningslega um fíkn sína og hvernig hún varð til þess að þær misstu allt og lentu á götunni þar sem dyrnar að vændi beið opin en svo mikil var fíknin að þær sprautuðu í sig eiturlyfjunum þegar botninum var náð.

Sigmundur Ernir ræðir við þær í frétta- og umræðuþættinum 21 í kvöld á Hringbraut.

 

21 er á dagkrá kl.21 til 22 alla virka daga í umsjón Sigmundar Ernis, Lindu Blöndal, Margréti Marteinsdóttur og Þórðar Snæs Júlíussonar ritstjóra Kjarnans.