„Við erum skapandi og dugleg þjóð“

Helga Valfells gestur hjá Jóni G. í kvöld:

„Við erum skapandi og dugleg þjóð“

Helga Valfells, frkvstj. Crowberry Capital
Helga Valfells, frkvstj. Crowberry Capital

Helga Valfells, framkvæmdastjóri Crowberry Capital, er einn gesta hjá Jóni G. í kvöld. Helga fékk á dögunum Hvatningarviðurkenningu FKA. Hún segir að Crowberry Capital sé 4 milljarða króna sjóður sem er 80% í eigu lífeyrissjóða og 20% í eigu fjársterkra frumkvöðla sem eigi rætur í sprotaumhverfinu. „Við erum skapandi og dugleg þjóð,“ segir Helga spurð að því hvort við Íslendingar séum uppfinningasamir.

Nýjast