„við erum ekki lengur litla eyjan lengst norður í ballarhafi“

„Án samningsins væru lífsgæði okkar allra lakari og mannlíf okkar fábreyttara,“ sagði Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, á fundi í Háskólanum í Reykjavík um daginn um áhrif EES-samningsins á Ísland. „Það var bara eitt símfyrirtæki, sem reyndar var póstfyrirtæki líka, ein sjónvarpsstöð sem líka var útvarpsstöðin og ef einhver bauð upp á „Tobleróne“ eða „Makkintoss“ gat maður verið viss um að sá hinn sami var nýkominn heim frá útlöndum“ sagði Breki.

Breki talaði einnig um að Ísland væri ekki lengur lítil eyja lengst norður í ballarhafi og að það skipti gríðarlegu miklu máli fyrir litlar þjóðir eins og Ísland að vera hluti af EES samningnum. 

„Í stað þess að vera einangruð eyja er Evrópska efnahagssvæðið okkar markaður. Ég get leigt mér bíl í Danmörku á sama verði og heimamenn. Niðurfellingar tolla og tæknilegra viðskiptahindrana hefur haft ótrúlega mikil áhrif á verð hér á landi. Við erum ekki lengur litla eyjan lengst norður í ballarhafi, heldur erum við hluti af miklu stærri heild. En fyrir litlar þjóðir eins og okkar skiptir það gríðarlegu mál ... Þá er ótalið samræming í matvælaöryggi og upprunamerkingu á matvöru, persónuvernd og samninga Evrópusambandsins við stórfyrirtæki eins og Google og Facebook, sem við ættum í erfiðleikum með að hafa áhrif á, ef ekki væri fyrir EES samninginn. Án samningsins væru lífsgæði okkar allra lakari og mannlíf okkar fábreyttara, þó ekki nema bara vegna þess fjölda Íslendinga sem hafa numið og starfað í EES ríkjum og aflað sér þannig mikilvægrar þekkingar og reynslu sem skilar sér í hingað heim. En einnig vegna samlegðarinnar sem við neytendur njótum beint í stærðarhagkvæmni samfélags EES ríkjanna.“ sagði Breki.