Við dettum öll úr tísku

Við erum mjög súr saman, við Halldór,“ segir Sif Sigmarsdóttir rithöfundur sem ræðir við blaðamann frá höfuðstöðvum sínum í London. 

Höfuðstöðvarnar eru reyndar hlýlegt heimili hennar þar sem hún stundar ritstörf af kappi. Út er komin ný bók eftir hana og Halldór Baldursson teiknara þar sem Íslandssögunni eru gerð skil á frumlegan og fjörlegan hátt. 

„Við byrjuðum að vinna í þessari bók árið 2015. Hún hefur verið lengi í smíðum. Tilgangurinn með bókinni er í raun þríþættur. Í fyrsta lagi þá langaði mig að skrifa þessa bók af því að ég er orðin svo ótrú lega leið á fólki sem segir að allt hafi verið betra, fallegra og saklausara í gamla daga. Þegar við vorum öll á sauðskinnsskóm eða þegar það var ekkert sjónvarp á fimmtu dögum. Ég held til dæmis að ekkert okkar hafi viljað vera uppi á Sturlungaöld þegar það ríkti stríðs ástand á Íslandi,“ segir Sif. 

Sif segir markmið með samvinnu þeirra Halldórs að kveikja söguáhuga hjá börnum og ungmennum. „Ég held að mörgum börnum finnist Íslandssagan leiðinleg. Það er skiljanlegt. Við förum illa með hana. Látum hana rykfalla inni í kompu og drögum hana helst fram á tyllidögum og klæðum hana þá í þjóðbúning og helgislepju og syngjum Ó, guð vors lands,“ segir Sif.