„í kaupmannahöfn eru engar brekkur“

Pólitíkin rís úr sumardvala. Fyrsti borgarstjórnarfundurinn var á þriðjudag og þar eru alls 23 fulltrúar, aldrei jafn margir.

Í frétta- og umræðuþættinum 21 í kvöld mæta tveir fulltrúar minnihlutans í borginni, Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og Vigdís Hauksdóttir, Miðflokki auk Pawel Bartoszek, fulltrúa Viðreisnar í meirihlutanum.

Samþykkt var á borgarstjórnarfundinum lokun Laugarvegar og Bankastrætis allan ársins hring en tillaga um skyldubólusetningu leikskólabarna gegn mislingum var felld. Fulltrúarnir voru ekki á einu máli um þessi málefni og sér í lagi lokun gatnanna allt árið. Vigdís sagði þetta enn eina atlöguna að eigendum einkabílsins. „Við búm ekki í Kaupmannahöfn“, sagði Vigdís og vísaði til þess að oft sé bent á þá góðu borg þegar lagt er til að fólk hjóli meira um borgina. Innlegg Vigdísar kom í umræðum um samgöngumál þar sem gjaldfrjáls strætó kom til tals. Paweld nefndi að mislæg gatnamót væru ekki nein lausn, Miklabraut fari í stokk og Borgarlínan verði mál sem áfram yrði unnið með.

Fram kom í viðtali við Dag B. Eggertsson í þættinum í gær að viðræður séu hafnar við fjármálaráðuneytið um Borgarlínuna.