VG þarf að spenna beltin

Egill Helgason skrifar á eyjan.is

VG þarf að spenna beltin

Hinn herskái verkfallstónn sem nú heyrist setur flokk Vinstri grænna í vanda. Nú reynir loks á Katrínu Jakobsdóttur sem forsætisráðherra. Henni gæti jafnvel verið vandi á höndum að stöðva fólksflótta úr flokknum. Það er mikið til í því sem Þorsteinn Víglundsson segir – þetta er dálítið spurning um væntingastjórnun. Verkalýðsforkólfar, og ekki síst Drífa Snædal, forseti ASÍ, hafa lengi talað nánast óáreittir um að lausn kjaradeilna sé í höndum ríkisins. Og um leið hafa byggst upp væntingar um að ríkisstjórnin muni skila gríðarmiklu í formi skattalækkana og aukinna bóta – jú, og skattahækkana á þá sem eru flokkaðir sem hálaunafólk.

En það sem kemur svo virkar ósköp lítið og rýrt miðað við hvernig hefur verið talað. Var líka einhver að búast við því að Sjálfstæðisflokkurinn færi að setja skatta á hálaunafólk?

Nánar á

http://eyjan.dv.is/eyjan/2019/02/20/vg-tharf-ad-spenna-beltin/

Nýjast