Vg fær grátbroslegar afmæliskveðjur frá össuri

VG fagnar um þessar mundir 20 ára afmæli sínu. Víst er að flokkurinn er að mörgu leyti í þröngri stöðu og Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra, gerir sér mat úr því. Með miklum tilþrifum. Eiginlega verður ekki annað sagt en hann dragi flokkinn sundur og saman í nöpru háði að hætti hússins.

Össur birtir gáskafullan pistil sinn á Facebooksíðu sinni og hefur hann þegar vakið mikla athygi. Hann rifjar upp að þegar Samfylkingin var stofnuð hafi það verið söguleg tilraun til að sameina jafnaðarmenn. Allir vinstriflokkar tóku þátt af heilum hug undir forystu formanns Alþýðubandalagsins, Margrétar Frímannsdóttur, sem áður hafði unnið Steingrím J. Sigfússon í formannslag þar á bæ árið 1995.

Nánar á

http://www.visir.is/g/2019190209073