„verra en við höfum áður séð það“

Alvarlegt ástand skapaðist á Landspítalanum í liðinni viku þegar rúmanýtingin á bráðalegudeildum náði 117%. Forstjóri spítalans segir öryggi sjúklinga ekki tryggt við slíkar aðstæðar og landlækni og velferðarráðuneyti hafi verið gert viðvart.
 

Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir í pistli á heimasíðu spítalans að róðurinn þyngist enn á spítalanum og síðasta vika hafi verið afar þung í skauti. Á hefðbundnum bráðasjúkrahúsum sé gert ráð fyrir að nýting sjúkrarýma sé um 85%, enda mikilvægt að borð sé fyrir báru. Undanfarin misseri hafi nýtingin á bráðalegudeildum verið ríflega 100% og í liðinni viku hafi hún farið upp í 117%.

Nánar á

http://www.ruv.is/frett/verra-en-vid-hofum-adur-sed-thad