Verndunarsinnar verði að virða leikreglurnar

Náttúrufræðistofnun Íslands sem er ríkisstofnun og heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðuneytið hvetur Guðmund Inga Guðbrandsson ráðherra sinn til að friðlýsa svæði við Drangajökul. Slík friðlýsing gæti gert út um hugmyndir um fyrirhugaða Hvalárvirkjun. Samtökin Landvernd taka undir þessa áskorun en ráðherrann var framkvæmdastjóri Landverndar áður en hann var skipaður umhverfisráðherra. Guðmundur baðst undan viðtali í morgun vegna anna en ræðir við fréttastofu eftir hádegi.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir iðnaðarráðherra segir kröfuna um friðlýsingu á skjön við það ferli sem löggjafinn hafi sett þennan málaflokk í. 

Nánarar á;

http://www.ruv.is/frett/verndunarsinnar-verdi-ad-virda-leikreglurnar