Velta VASK skyldrar starfsemi

Velta eykst í ferðaþjónustu en minnkar í sjávarútvegi

Velta VASK skyldrar starfsemi

Velta í allri virðisaukaskattskyldri starfsemi nam 646 milljörðum króna í mars og í apríl 2017. Er það hækkun um 1,3% frá sama tímabili árið 2016. Velta jókst í flestum einkennandi greinum ferðaþjónustu.

Til dæmis jókst velta gististaða og veitingahúsa um 25,9% á tímabilinu mai 2016 til apríl 2017 miðað við síðustu tólf mánuði þar áður. Á sama tíma jókst velta í bílaleigu um 25,2%.

Ef miðað er við heilt ár og nýjustu tölur þá er velta í sjávarúrvegi 15,7% lægri á tímabilinu mai 2016 til apríl 2017 en síðustu tólf mánuði þar á undan. Þetta má skýra með að gengi krónunnar hefur hækkað miðað við gjaldmiðla í helstu útflutningslöndum Íslands og sjómannaverkfalli.

Nánar www.hagstofa.is

frettastjori@hringbraut.is

Nýjast