Braggavertinn: „Skammist ykkar“

Frettabladid.is fjallar um

Braggavertinn: „Skammist ykkar“

Daði Agnarsson, veitingamaður á hinum umtalaða Bragga í Nauthólsvík opnar sig um umræðuna um braggann í nýrri stöðuuppfærslu á Facebook síðu sinni og spyr hvort ráðamenn séu á villigötum. Hann segir að sér finnist að umræðan ætti að snúast um rétta hluti, „hluti sem kosnir fulltrúar hafa á undanförnum mánuðum afbakað og skælt og sér í lagi Vigdís Hauksdóttir.“

Daði tekur fram að hann vilji fjalla um málið út frá sinni hlið, sem Reykvíkingur, veitingamaður og atvinnurekandi. Hann hafi óbeit á bruðli eins og aðrir Íslendingar og sé ekki að afsaka framkvæmd, kostnað eða skipulag Reykjavíkurborgar í málinu. 

„Til að byrja með hefur umræðan alltaf snúist um Braggann. Ég vil benda á að Bragginn er aðeins eitt hús af þremur ásamt lóðum sem kostnaðurinn snýst um. Þetta eru því Bragginn, frumkvöðlasetur, náðhús og tengibyggingar ásamt lóðum sem málið snýst um, ekki “bara” einhver braggi,“ segir Daði og býður hverjum sem er sem hafi áhuga á að koma og skoða húsin og lóðirnar til að sjá um hversu viðamikið verkefni sé um að ræða.

Nánar á

https://www.frettabladid.is/frettir/veitingamaur-a-bragganum-segir-borgarfulltruum-minnihlutans-a-skammast-sin

Nýjast