Veikasti hlekkurinn

Brynjar Níels­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og nefnd­ar­maður í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd, hefur farið mik­inn í gagn­rýni á fjöl­miðla á síð­ustu dög­um. Í þeirri veg­ferð, sem er almenn, hefur hann m.a. full­yrt að flestir fjöl­miðlar og -menn stundi „meiri póli­tík en stjórn­mála­menn.“ Brynjar hefur komið áleiðis þeirri skoðun sinni að fjöl­miðlar séu „afar mik­il­vægir í lýð­ræð­is­ríkjum til að miðla upp­lýs­ingum og veita þeim aðhald sem fara með hið form­lega vald“ en séu samt, að mati Brynjars, veikasti hlekk­ur­inn í íslensku valda­sam­fé­lagi. „Eig­in­lega í rusl­flokki, eins og þeir segja hjá mats­fyr­ir­tækj­un­um“.

Brynjar bætti við skömmu síðar að hann geri ekki athuga­semd við að fjöl­miðlar hafi „póli­tísk mark­mið“. Þeir verði þá „bara að við­ur­kenna það og hætta að þykj­ast vera hlut­lausir og óháð­ir.“

Þingmaðurinn er með þessu að segja að íslenskir fjöl­miðlar séu mjög lélegir og ef þeir sem starfi á þeim segj­ast vera frjálsir og óháðir þá séu þeir bara að ljúga. Að mati Brynjars eru flestir fjöl­miðla­menn þar af leið­andi óheið­ar­leg­ir. Þeir sigli undir fölsku flaggi. Segj­ast vera eitt en séu í raun flugu­menn póli­tískra afla.

Ættu að taka Davíð til fyr­ir­myndar

Orð­ræðan er auð­vitað beint upp úr leikja­fræði for­seta Banda­ríkj­anna sem hefur gert árásir á frjálsa fjöl­miðla að leið­ar­stefi í for­seta­tíð sinni. Trump kallar þá óheið­ar­lega og hefur meira að sagt þá vera „óvini þjóð­ar­inn­ar“.

Brynjar er ekki sá eini hér­lendis sem hefur hoppað á þennan vagn. Davíð Odds­son, rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins setur ítrekað fram órök­studda gagn­rýni á umfjöllun stórra meg­in­straum­smiðla og setur „frétta­flutn­ing“ og „frétta­skýrend­ur“ innan gæsalappa eins og um gervi­fyr­ir­bæri sé að ræða. Þá velur Morg­un­blaðið ítrekað að birta skrif sam­sær­is­sinn­aðra jað­ar­blogg­ara sem ráð­ast á fjöl­miðla og fjöl­miðla­menn af hörku í Stak­steinum sín­um.

Nánar á kjarninn.is;

https://kjarninn.is/skodun/2018-07-05-veikasti-hlekkurinn/