Veðjuðu rauðvínsflösku um hvort ríkisstjórnin myndi sitja út kjörtímabilið

Logi Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hefur aldrei haft trú á því að rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur muni sitja út kjör­tíma­bil­ið. „Ég[...]hef enga trú á því að Vinstri græn treysti sér í að fara í kosn­ing­ar, og starfa í þess­ari rík­is­stjórn fram á síð­ustu stundu. Vegna þess að þau eru að verja mál­stað sem ég trúi ekki að þau trúi á. Ég trúi ekki á það að þau ætli að láta allar byrð­arnar í lægð­inni leggj­ast á veik­ustu hópanna. Ef að það er þá er þessi flokkur minna virði en ég hélt að hann væri.“

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, for­maður Við­reisn­ar, telur hins vegar að rík­is­stjórnin muni sitja ansi lengi og að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn muni gera allt sem hann getur til að halda henni sam­an. Það yrði líka mikil nið­ur­læg­ing fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn að enn ein rík­is­stjórnin sem hann situr í næði ekki að sitja út heilt kjör­tíma­bil, líkt og raunin hefur verið með síð­ustu þrjár stjórnir sem flokk­ur­inn hefur átt aðild að. „Ég held að þessi rík­is­stjórn muni sitja lengur og þreyja þorr­ann eins lengi og hún get­ur.“

Nánar á


https://kjarninn.is/frettir/2018-11-16-vedjudu-raudvinsflosku-um-hvort-rikisstjornin-myndi-sitja-ut-kjortimabilid/