Vant er við vondum að sjá

Morgunblaðið segir frá því að Jón Gunnarsson sé hissa á ákvörðun Sigurðar Inga Gunnarssonar að hætta við skattlagningu til að sjármagna vegagerð í höfuðborgini. 

Fyrsta ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur gerir ekki ráð fyrir að fjármagna umfangsmiklar vegaframkvæmdir í Reykjavík með vegatollum. 

Þar sem Framsóknarflokkjurinn fer með samgöngumál segja þeir sem til þekkja að ekki verði mikið um ríkisframkvæmdir fyrir Reykvíkinga á vegum þess flokks.

Horft verði til samgöngumála á landsbyggðinni.  Jón Gunnarsson ætti að vita þetta segja þeir sem til þekkja við Hringbraut.

Jón Gunnarsson fékk ekki ráðherrastól;  en sagðist engu að síður styðja stjórnarsáttmála og nýja ríkisstjórn.  Það var fyrir viku. 

Nú eru Sjálfstæðismenn að undirbúa sig fyrir átök á landsfundi flokksins árið 2018.

Jón er án efa að marka sér sérstöðu innan bæði þingflokksins og flokksins fyrir fundinn.    

[email protected]