Van­traust­stil­laga gegn may felld

Van­traust­stil­laga gegn Th­eresu May, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, var felld á breska þing­inu rétt í þessu.

200 þing­menn greiddu at­kvæði með því að May héldi áfram í embætti á móti 117 sem greiddu at­kvæði gegn því.

May þurfti að minnsta kosti 159 at­kvæði frá íhalds­mönn­um á breska þing­inu til að geta haldið áfram sem leiðtogi flokks­ins.

Dygg­ir stuðnings­menn út­göngu Breta úr Evr­ópu­sam­band­inu stóðu á bak við van­traust­stil­lög­una. Þeir eru mót­falln­ir Brex­it-samn­ingn­um sem hún gerði við ESB í síðasta mánuði.

Þar með verður ekki hægt að leggja fram van­traust­stil­lögu gegn May næsta árið. Staða henn­ar hef­ur engu að síður veikst. 

„Niðurstaða at­kvæðagreiðslunn­ar í kvöld er að þing­flokk­ur­inn treyst­ir Th­eresu May sem leiðtoga,“ sagði Gra­ham Bra­dy, formaður nefnd­ar sem hafði um­sjón með at­kvæðagreiðslunni

Nánar á

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2018/12/12/vantrauststillaga_gegn_may_felld/