Valdataflið í HB Granda

Hörður Ægisson í Viðskiptum með Jóni G. í kvöld:

Valdataflið í HB Granda

Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðarins á Fréttablaðinu, er gestur í þætti Jóns G. Haukssonar í kvöld. Þeir ræða valdataflið í HB Granda og grimma gagnrýni  Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, á Gylfa Arngrímsson, forseta ASÍ. Valdataflið í HB Granda ber á góma en lífeyrissjóðirnir eru komnir með meirihluta í stjórninni á sama tíma og Guðmundur Kritjánsson, eigandi Brims, hefur keypt 33 prósenta hlut Vogunar hf. (Kristján Loftsson og fl.) í HB Granda. Þau kaup kalla á yfirtökutilboð gagnvart öðrum hluthöfum. Guðmundur er núna stjórnarformaður HB Granda. Litlar líkur eru á að lífeyrissjóðirnir selji á næstunni, annars hefðu þeir vart komið þremur mönnum að í stjórn. Valdataflið í HB Granda varð fyrst áberandi fyrir um tveimur árum.

Nýjast