Útrétt sáttahönd

Hamas eru herská palestínsk múslimasamtök. Hamas samtökin starfa á heimstjórnarsvæðum Palestínumanna. Samtökin starfa sem stjórnmálaflokkur og þingflokkur þeirra starfar á þjóðþingi Palestíunmanna.

Ágreiningur er um það hvort Hamas séu hermdarverkasamtök eða ekki. Þá er klofningur milli Hamas og Fatha sem eru stærstu fylkingar Palestíunumanna.

Nú berast þau skilaboðr frá Egyptum að Hamas vilji leysa upp þá stjórn sem Hamas myndaði til höfuðs Fatha stjórn Palestínu. Það merkir tilboð um samsteypustjórn Fatha og Hamas og forseta- og þjóðþingskosningar í Palestínu. 

Ástand mála á palestínskum sjálfstjórnarsvæðum er alvarlegt og einkum þá á sviði almannaþjónustu og mannréttindamála.    

[email protected]