Uppskriftir frá sollu á gló

Í þætti tvö af Leyndarmál veitingahúsanna förum við í Gló í Fákafeni þar sem hannaður hefur verið markaður, kaffihús, verslun og veitingastaður eins og víða hefur verið gert erlendis. Við skoðum hráa iðnaðarlega hönnunina og svo fáum við nokkur kokkatrix hjá margverðlaunaða sjónvarpskokkinum vinsæla Sollu Eiríks. Hún býr til ævintýralega góða Raw Brownie. Og svo mun hún einnig meðal annars kenna okkur að búa til lasagna og bestu pesto sósur í heimi!

Þættirnir Leyndarmál veitingahúsanna eru unnir í samstarfi við Garra. Uppskriftir úr þætti tvö má sjá hér að neðan.

\"\"

 

\"\"RAW BROWNIE

2 b valhnetur

1 b kakóduft

1 tsk vanilla

¼ tsk sjávarsalt

smá cayenne pipar

2 ½ b döðlur, steinlausar

1-2 msk kókosolía

1 msk hlynsýróp 

- setjið valhneturnar, kakóduftið, saltið, cayenne pipar og vanillu í matvinnsluvélina og blandið þar til þetta er orðið að brúnu mjöli, bætið döðlunum útí, einni í einu á meðan matvinnsluvélin er í gangi á lægsta hraða, endið á að setja kókosolíuana og hlynsýrópið.

- þjappið kökunni í  form og setjið inn í frysti 

 

\"\"Grænt pestó

1 búnt fersk basilíka

25 g furuhnetur, þurrristaðar 

25 g kasjúhnetur, þurrristaðar 

1 stk hvítlauksrif

smá sjávarsalt

1 msk sítrónusafi

1 msk næringarger

1 daðla, smátt söxuð

 ½ - ¾ dl lífræn jómfrúar ólífuolía

Byrjið á að setja allt nema ólífuolíuna í matvinnsluvél eða mortél og maukið/merjið, setjið í skál og hrærið ólífuolíunni út í og klárið að blanda saman.


Rauð sósa

\"\"2 stórir tómatar, steinhreinsaðir og skornir í bita

1 rauð paprika, steinhreinsuð og skorin í bita

100 g sólþurrkaðir tómatar (semisecchi í ólífuolíu eru dásamlegir)

2-3 döðlur

½ dl lífræn kaldpressuð ólífuolía

2 hvítlauksrif, pressuð

¾ tsk sjávar salt, eða eftir smekk

smá cayenne pipar

2 msk smátt saxaður ferskur basil eða 2 tsk þurrkað

2 tsk oregano

Setjið allt innihald tómatsósunnar, nema ferska kryddið í matvinnsluvél og blandið vel saman – en látið hana samt vera “smá chunky”. Bætið ferska kryddinu útí og blandið saman. 

 

KÚRBÍTUR-Plöturnar

\"\"2 stórir kúrbítar, skornir í þunnar sneiðar með peeler eða ostaskera.

 

Hnetuparmesan

1 dl valhnetur
2 msk næringarger
1 hvítlauksrif
smá salt

Setjið allt í matvinnsluvél og malið þar til líkist parmesanosti.

Aðferðin

  1. Útbúið báðar sósurnar
  2. Skerið kúrbítana í þunnar plötur með peeler eða ostaskera
  3. Raðið öllu í eldfast mót. Kúrbítur - grænt pestó - kúrbítur - rauð sósa - kúrbítur - grænt.....osfrv.
  4. Bakið við 200°C í 15-20 mín - gott að kíkja eftir 15 mín og meta hvort það þurfi 5 mín í viðbót. Fer svolítið eftir þykktinni á kúrbítsplötunum.
  5. Stráið jurtaparmesan yfir, ef vill
  6. Berið fram með góðu salati
  7. Njótið í rólegheitum

 

ORKUBLANDA SOLLU….

2 MATSKEIÐAR ASHWAGANDHA DUFT

2 MATSKEIÐAR LUKUMA DUFT

2 MATSKEIÐAR BLÓMAFRÆFLAR

2 MATSKEIÐAR MÖLUÐ HAMPFRÆ

2 MATSKEIÐAR ÞURRKAÐ HVEITIGRAS

2 MATSKEIÐAR AF TURMERIK

Hræra öllu saman í krukku og svo geymt í skáp og svo er þetta sett í morgundrykkina á morgnana eða grautinn eða hvað sem er.

Þáttinn má sjá hér.