Uppskrift: Ómótstæðilega ljúffeng Bernaisesósa sem toppar helgarsteikina

Matarást Sjafnar

Uppskrift: Ómótstæðilega ljúffeng Bernaisesósa sem toppar helgarsteikina

Hin ljúfa Bernaisesósa
Hin ljúfa Bernaisesósa

Fáar sósur hafa notið jafnmikla vinsælda í áranna rás eins og bernaisesósan ljúfa. Sósan er upphaflega frönsk og Frakka eru þekktir fyrir list sína í matargerð og bernaisesósan er þar engin undantekning. Bernaisesósan er ómótstæðilega góð með steikum, sérstaklega nautalund og öðrum nautasteikum. Hún er allra best þegar hún er lögðu frá grunni á metnaðarfullan hátt þar sem ástríðan fyrir sósugerð er í forgrunni.

Albert Eiríksson, matarbloggari og sælkeri með meiru er iðinn að heimsækja einstaklinga og fjölskyldur um víðan völl og fær þá gjarnan að njóta góðra matargerðar sem gefur bragðlaukunum lit.  Albert heldur úti síðunni www.alberteldar.com og deildi meðal annars þessari guðdómlegu uppskrift af bernaisesósu, sem hann og Bergþór fengu að njóta í einni matarveislunni á dögunum. Þessi tryllir svo sannarlega bragðlaukana og toppar matseldina þegar helgarsteikin er borin fram. Hér er hægt að sjá innlitið í matarboðið sem þeim Alberti og Bergþóri var boðið í, á dögunum:  https://www.alberteldar.com/2019/01/29/bernaisesosa/

Bernaisesósa
8 eggjarauð
400 g smjör (brætt)
2-3 msk. Bernaise essens
eitt box ferskt estragon
Rjómasletta (má svo sannarlega sleppa)
Estragongreinarnar skolaðar og laufin hreinsuð af stilkunum, og grófsöxuð niður, sett til hilðar.


Þeytið Bernaise essensinn og eggjarauðurnar í vatnsbaði þar til þær verða stífar, bætið smjörinu (sem búið er að bræða) við hægt og rólega í mjórri bunu. Og þeyttarinn látinn vinna á sósunni allan tímann.  Bætið estragonlaufunum við og hrærið saman við sósuna, þegar þarna er komið við sögu má bæta við rjóma og hræra við og við. Þarf ekki að setja rjóma en það má og þá í þeim skammti sem hver og einn vill.

 

 

Bernaisesósa
8 eggjarauð
400 g smjör (brætt)
2-3 msk. Bernaise essens
eitt box ferskt estragon
Rjómasletta (má svo sannarlega sleppa)
Estragongreinarnar skolaðar og laufin hreinsuð af stilkunum, og grófsöxuð niður, sett til hilðar.

Þeytið Bernaise essensinn og eggjarauðurnar í vatnsbaði þar til þær verða stífar, bætið smjörinu (sem búið er að bræða) við hægt og rólega í mjórri bunu. Og þeyttarinn látinn vinna á sósunni allan tímann.  Bætið estragonlaufunum við og hrærið saman við sósuna, þegar þarna er komið við sögu má bæta við rjóma og hræra við og við. Þarf ekki að setja rjóma en það má og þá í þeim skammti sem hver og einn vill.

 

 

Nýjast