Uppnefndi Loga og kallaði hann frumuklasa: Hafði áður skammað þingmenn fyrir svívirðingar

Uppnefndi Loga og kallaði hann frumuklasa: Hafði áður skammað þingmenn fyrir svívirðingar

„Það er merki um mikla málefnaþurrð að þurfa hér að hlusta á persónulegar svívirðingar ákveðna þingmanna í garð annarra þingmanna vegna mismunandi skoðana í þessu máli. Að væna menn um að hafa ekki virðingu og bera ekki virðingu fyrir sjálfsákvörðunarrétti kvenna. Þegar umræðan snýst um það hversu langt sá réttur á að ná. Hversu lengi hann á að gilda.“

Þetta sagði Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins þegar hann gerði grein fyrir atkvæði sínu þegar frumvarp um þungunarrof var samþykkt en Jón var á móti frumvarpinu. Jón skammaðist sjálfur yfir málefnaþurrð og svívirðingum en uppnefndi svo Loga Einarsson formann Samfylkingarinnar. Jón sagði:

„Flóttinn frá umræðunni birtist okkur í því þegar fólk er farið að tala um þungunarrof í staðinn fyrir fóstureyðing. Hver eru mörkin á milli þungunarrofs og fóstureyðingar? Eða þá frumuklasa eins og samfylkingarþingmenn háttvirtir kjósa að kalla þetta. Hann er ansi myndarlegur frumuklasinn, formaður Samfylkingarinnar sem situr þarna fyrir aftan mig í salnum,“ sagði Jón að lokum og gekk til sætis. Var Jón ávíttur af forseta Alþingis en Steingrímur J. Sigfússon sagði:

„Þingmaður ber að gera grein fyrir atkvæði sínu en ekki nota tækifærið til árásar á aðra þingmenn.“

Nýjast