Sdg: framandi að fást við rógsherferð

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fullyrti í þættinum Þjóðbraut í lok júní 2015 að hrægammasjóðir og aðrir kröfuhafar í þrotabú föllnu bankanna hefðu eytt hér á landi 19 milljörðum króna á síðustu árum til að verja hagsmuni sína og kaupa hér ráðgjöf.


Forsætisráðherra sagðist vita að þessir aðilar hefðu lagt gríðarlega mikið á sig til að hanna atburðarásina hér á landi sér í vil. Flest almannatengslafyrirtæki innanlands hefðu unnið fyrir kröfuhafana á umliðnum árum.


Mkill hluti starfa þessara almannatengslafyrirtækja hafi farið í að láta ráðamenn líkt og hann sjálfan líta illa út. Framandi hafi verið að fást við þessi vinnubrögð.


Þessi ummæli forsætisráðherra vekja athygli vegna þeirrar stöðu sem komin er upp eftir að ljóst varð að félag í eigu eiginkonu forsætisráðherra lýsti sjálf kröfum í þrotabú íslensku bankanna sem námu 400-500 milljónum króna. Kosningabarátta Sigmundar Davíðs árið 2013 og öll hans nálgun síðar gagnvart málinu er nú rýnd í nýju ljósi. Prófessor í siðfræði, Jón Ólafsson, sagði í Kastljósi í gær að málið snerist ekki um lögbrot heldur að hafa hreint borð. Staða forsætisráðherra væri ekki sterk.

Hringbraut birtir hér klippu úr viðtali Páls Magnússonar við Sigmund Davíð í júní sl þar sem forsætisráðherra hjólar í erlendu aðilana.