Ungur ráðherra með rætur

Margir velta fyrir sér af hverju Bjarni Ben ákvað að setja 29 ára konu sem aldrei hefur setið á Alþingi sem ráðherra í nýrri ríkisstjórn. Tók hana fram yfir Harald Benediktsson þingmann sem leiðir listann í Norðvestur kjördæmi. Þórdís Kolbrún Reykdal Gylfadóttur sem skipaði annað sætið er tekin við sem ferðamála-iðnaðar og nýsköpunarmála í nýrri ríkisstjórn fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins.

Þegar betur er að gáð þá getur Þórdís kolbrún rakið ættir sínar til stjórnmálafrömuða. Ekki þó í Sjálfstæðisflokknum. Amma Þórdísar Kolbrúnar var Jóna Valgerður Kristjánsdóttir  þingmaður fyrir Kvennalistann í Vestfjarðarkjördæmi frá 1991 til 1995.  Frændi Þórdísar Kolbrúnar og ömmubróðirinn er því Guðjón A. Kristjánsson, alþingismaður Vestfirðinga 1999–2003 fyrir Frjálslynda flokkinn.

Pólitík hefur ekki fundist í blóði manna en í það minnsta má ætla að hinn nýji ráðherra, yngsta kona til að verða ráðherra, hafi eitthvað fengið í veganesti að heiman um hvernig á að berjast í pólitíkinni.