Undir stjórn kommúnista

Upphaflegur árangur kínverskra kommúnista stafar að verulegu leyti af því að þeim hefur tekist að tryggja nokkurn veginn réttláta skiptingu hinna takmörkuðu efnalegu gæða - matvæla og fatnaðar og húsaskjóls.

Sameingileg fátækt Kínverja varð að pólitískum ávinningi kommúnista.

Nú stendur yfir 19. landsþing flokksins.

Á kínversku er sjálft nafnið á flokknum - Kúng-tsjan-tang - í senn slagorð og loforð.

Kúng merkir að deila eða skipta. Og tsjan merkir framleiðsla. Og tang merkir flokkur.

Framleiðslu-deilingar-flokkurinn á íslensku. 

Á þessu landsþingi mun í umræðum af offorsi ráðist gegn spillingu og gífurlegri orku verið varið í þá umræðu.

Óraunhæf markmið heyra sögunni til. Því þau leiddu öll til hörmunga og hungurs og kreppu.

Áleitnustu spurningar þeirra sem sem láta sig mál Kínverja nokkru varða verða þær hvað gerist innan Kína næstu fimm árin eða fram að 20. landsþingi flokksins.

Og hvað Kínverjar kunna að aðhafast utan landamæra sinni á næstu fimm árum.

Athafnir Kína í nútíð og framtíð munum hafa víðtæk áhrif. Nágrannaríki Kína eru minni og veikar i en það.

Þörf Kommúnsitaflokks Kína kann að verða sú að kveikja stríðsbál til að beina hugum þjóðarinnar frá óleysanlegum innanlands vandamálum.

Ráðalausir valdamenn í Kína ráðst þá gegn einu eða fleiri nágrannaríkjum.

[email protected]