Umsvifin tólffaldast á nokkrum árum

Sigþór Kristinn Skúlason hjá Jóni G. í kvöld:

Umsvifin tólffaldast á nokkrum árum

Sigþór Kristinn Skúlasson.
Sigþór Kristinn Skúlasson.

Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri Airport Associates á Keflavíkurflugvelli, er gestur Jóns G. í kvöld. Fyrirtækið er einn stærsti vinnuveitandi á Suðurnesjum og með yfir 700 manns í vinnu. Airport Associates býður alhliða flugtengda þjónustu við farþega í flugstöðinni auk þess sem það sinnir flugfrakt og flugvélaafgreiðslu á Keflavíkurflugvelli. Félagið stýrir í raun ekki vexti sínum heldur lagar sig að hinum mikla fjölda farþega sem hátt í 30 flugfélög fljúga með til landsins. Félagið þjónustar mörg þessara félaga og eru starfsmenn þess mjög sýnilegir innan flugstöðvarinnar.

Airport Associates er í samkeppni við þjónustu Icelandair á vellinum og annast innritun á nánast öðrum hvorum farþega sem fer um flugstöðina. Það sinnir flugvélaafgreiðslu frá A til Ö, annast m.a. töskur farþega, þrif og ræstingar á flugvélunum – auk þess sem það rekur vöruhús fyrir flugfraktina. Þetta er öflugt fyrirtæki sem ótrúlega margir vita í raun ekki af.

Nýjast