Umsvifamiklir fjárfestar með stöðu sakbornings

Fjórir ein­stak­lingar sem allir hafa stöðu sak­born­ings í yfir­stand­andi dóms­málum hafa á und­an­förnum vikum kom­ist til auk­inna áhrifa innan umsvifa­mik­illa fjár­mála­fyr­ir­tækja á meðan rann­sókn stendur yfir. Eng­inn þeirra er enn orð­inn virkur eig­andi neins fyr­ir­tækis en í þremur til­vikum eru þeir með stærstu ein­stak­lings­fjár­festum skráðra fyr­ir­tækja. 

Í kvöld­fréttum Stöðvar tvö var greint frá dóms­máli Sig­urðar Gísla Björns­son­ar, stofn­anda og eig­anda fisk­út­flutn­ings­fyr­ir­tæk­is­ins Sæmark ehf., en hann er grun­aður um stór­felld skattaund­an­skot sem eru til rann­sóknar hjá Skatt­rann­sókn­ar­stjóra og Hér­aðs­sak­sókn­ara. Skatt­rann­sókn­ar­stjóri sagði rann­sókn­ina snú­ast um eitt af umfangs­mestu skatta­laga­brotum sem upp hafa komið hér á land­i.

Nánar á Kjarninn.is

https://kjarninn.is/skyring/2018-06-29-umsvifamiklir-fjarfestar-med-stodu-sakbornings/