Umræðan um myglu er orðin hysterísk

Gæðastjóri Nýsköpunarmiðstöðvarinnar: Mygla ekki séríslenskt vandamál:

Umræðan um myglu er orðin hysterísk

Myglan er fráleitt séríslenskt vandamál og hefur að líkindum hægar um sig hér á landi en víðast hvar annars staðar þar sem menn hita hús sín minna, svo sem í Noregi - og þá er hún algengari í mið- og sunnanverðri Evrópu en hér á landi.

Þetta kemur fram í samtali Sigmundar Ernis við Eirík Þorsteinsson, gæðastjóra fasteigna hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands sem birtist í þættinum Heimilið á Hringbraut í kvöld, en hann segir umræðuna og óttann við mygluna vera hysteríska hér á landi, en samfélagsmiðlar og fyrirtæki sem segjast geta eytt myglunni hafi ýtt undir hræðsluáróðurinn.

Hann segir mygluna eðlilega í umhverfi okkar og henni verði aldrei eitt, enda sé hún nauðsynleg til að brjóta niður efnaleifar í umhverfinu; rotnun þurfi alltaf að vera til staðar í lífríkinu.

Fólk þurfi að laga sig að veruleikanum, lofta betur um híbýli sín og forðast að loka raka af - og þótt vissulega geti stöku manneskjur átt erfitt með að búa með mikilli myglu sé almennaa reglan sú að sambýli manns og myglu sé með ágætum; þar skeri Ísland sig ekki úr - og vísast sé vandamálið minna heer á landi en víðast hvar annars staðar.

Heimilið byrjar klukkan 20:00 í kvöld.

Nýjast