Ummæli ragnars eru alvarleg

Það er alvarlegt mál að ýja að því að einhverjir ætli að gerast skuggastjórnendur í stjórn lífeyrissjóða. Þetta segir Guðrún Hafsteinsdóttir, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna og Landssamtaka lífeyrissjóða. Formaður VR sagði í gær að verkalýðshreyfingin ætti að beita lífeyrissjóðum í kjarabaráttu, til dæmis með því að skrúfa fyrir fjárfestingar.
 

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, var á meðal gesta Kveiks í gær og sagði meðal annars þetta:

„Við erum líka aðilar að íslenska lífeyrissjóðakerfinu. Við erum að borga hátt í 20 milljarða á ári í umsýslukostnað inn í fjármálakerfið. Og af hverju getum við ekki sett fjármálakerfið okkar í verkfall? Af hverju getum við ekki beitt áhrifum okkar inni í lífeyrissjóðakerfinu – beinum þá tilmælum til okkar stjórnarmanna að skrúfa fyrir allar fjárfestingar á meðan óvissa eða samningar eru lausir?“

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, er stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna og Landssamtaka lífeyrissjóða. Henni hugnast ekki svona tal

Nánar á

http://www.ruv.is/frett/ummaeli-ragnars-eru-alvarleg-segir-formadur-lv