Umfangsmiklar hópuppsagnir hjá Arion banka aðeins fyrsta skrefið

Umfangsmiklar hópuppsagnir hjá Arion banka aðeins fyrsta skrefið

Samkvæmt ársskýrslu Arion banka fyrir árið 2018 er fjöldi stöðugilda þar tæplega 800. Undanfarið hafa miklar skipulagsbreytingar verið í undirbúningi og talið er að  um allt að 10% starfsmanna verði sagt upp í dag.

Mannlíf greinir frá því að allt að 80 manns verði sagt upp störfum hjá Arion banka fyrir næstu mánaðamót og samkvæmt heimildum þeirra verða skipulagsbreytingarnar kynntar í dag eða á allra næstu dögum. Í kjölfarið mun nýtt skipurit þá líta dagsins ljós og ráðist verður í umfangsmiklar hópuppsagnir.

Samkvæmt upplýsingum Mannlífs eru uppsagnirnar þó aðeins fyrsta skrefið í skipulagsbreytingunum en Benedikt Gíslason nýráðinn bankastjóri Arion banka hefur lýst því yfir að stefna hans sé að auka arðsemi bankans.

 

 

 

Nýjast