Um óbærilega viðkvæma skynjara

Herdubreid.is er með þessa umfjöllun

Um óbærilega viðkvæma skynjara

Sigríður fór sjálf skilmerkilega yfir ástæður þess á blaðamannafundi í dag. Það var sársaukafullt að hlusta á greinargerð hennar.

Að vísu er fyrir löngu orðið ljóst að hún braut landslög þegar hún skipaði dómara við hinn nýja Landsrétt á sínum tíma. En það er allt í lagi, því að Sigríður Andersen hefur ekki gert neitt rangt.

Að vísu hafa skattgreiðendur í tvígang þurft að greiða þeim umsækjendum bætur, sem sóttust eftir því, vegna embættisfærslna hennar. En það er líka alltílæ, af því að Sigríður Andersen hefur ekki gert neitt rangt.

Hún gleymdi raunar að nefna að hún bjó sjálf eftirá til nýja reglu við meðferð málsins. Sú kvað á um að reynsla af dómarastörfum skyldi vega þyngra en áður hafði verið gefið út. Að vísu fylgdi Sigríður svo ekki sinni eigin reglu, heldur skipaði sem dómara einstakling sem hafði minni dómarareynslu en næsti umsækjandi. En það er líka mjög skiljanlegt að hún hafi sleppt því að nefna þetta, því að Sigríður Andersen hefur ekki gert neitt rangt.

Nánar á

http://herdubreid.is/um-obaerilega-vidkvaema-skynjara/

 

Nýjast