Um 50 konur hafa skráð millinafnið kona í símaskránni - mannanafnanefnd heimilar ekki nafnið

Alls hafa 48 konur breytt skráningu á nafni sínu í símaskránni, á vefnum ja.is, með því markmiði að setja fordæmi fyrir því að nafnið Kona verði samþykkt. Mannanafnanefnd hefur tvisvar synjað umsækjendum um að taka upp nafnið Kona.

Rökstuðningur mannanafnanefndar fyrir neitun í fyrra skiptið var sá að nafnið þótti niðrandi, en í seinna skiptið sagði mannanafnanefnd meðal annars að ekkert fordæmi væri fyrir því að fólk héti Kona. Bent er á í seinni úrskurðinum að ekk­ert ákvæði sé þó í lögunum sem bannar þetta nafn beint, heldur bara sagt að ekkert fordæmi sé fyrir því. Í dag mega karlmenn bera til dæmis nöfnin Drengur, Sveinn og Karl.

Hringbraut ræddi við eina konuna sem breytti nafni sínu og segist hún að nú hafi skapast fordæmi og hefð fyrir nafninu Kona. Segir hún að rökstuðningur mannanafnanefndar fyrir neitun á nafninu ekki standast þessi rök, verði sótt um að nýju að bera nafnið Kona. Elín Eddudóttir og Kristbjörg Kristjánsdóttir hafa báðar beðið um að fá að bera millinafnið Kona, en báðar fengið synjun.