Úlfar: Ég lít svo á að ríkislögreglustjóri sé óstarfhæfur - Haraldur er sagður hafa hafnað starfslokasamningi

Úlfar: Ég lít svo á að ríkislögreglustjóri sé óstarfhæfur - Haraldur er sagður hafa hafnað starfslokasamningi

Átta af níu lögreglustjórum lýstu nú rétt í þessu yfir vantrausti á Harald Johannessen ríkislögreglustjóra. Þetta kemur fram í viðtali við Úlfar Lúðvíksson sem er formaður Lögreglustjórafélags Íslands en hann er einnig lögreglustjóri á Vesturlandi. Vísir greinir frá þessu.

Úlfar segist ekki tala fyrir hönd félagsins, heldur fyrir hönd átta af níu lögreglustjórum landsins. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, er sá níundi. Í samtali við Vísi segist hann ekki taka þátt í yfirlýsingunni. Að sögn Úlfars var Haraldi boðinn starfslokasamningur í sumar, en hafnað því tilboði.

„Við lögðum spilin á borðið á fundi með Áslaugu Örnu. Ég lít svo á að ríkislögreglustjóri sé óstarfhæfur,“ segir Úlfar.

Nýjast