Ugla stefanía er 1 af 100 konum á lista bbc um konur sem hafa haft hvetjandi áhrif á heiminn

Fréttastofa BBC hefur gefið út lista yfir 100 konur víðs vegar um heiminn sem hafa haft hvetjandi áhrif árið 2019. Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, formaður Trans Íslands sem barist hefur fyrir jafnrétti transfólks er meðal þeirra hundrað kvenna á listanum.

„Þetta er mikill heiður og á sama tíma smá yfirþyrmandi þar sem listinn inniheldur svo frábærar konur,“ segir Ugla Stefanía í samtali við Hringbraut.

Ugla segist yfirleitt ekki vera hrifin af listum sem verðlaunar fólk en þrátt fyrir það er hún yfir sig ánægð með að vera á þessum lista.

Á listanum eru margar konur sem barist hafa fyrir allskonar málefnum og má þar meðal annars nefna Gretu Thunberg loftlagsaktívista og Nisha Ayub transkonu sem sett var í karla fangelsi aðeins 21 árs gömul.