Tyrk­neska lír­an hefur styrkst um 2% í morgun

Tyrk­neska lír­an hefur styrkst um 2% í morgun. Recep Tayyip Erdogan lýsti í gærkvöldi yfir sigri í forsetakosningum í Tyrklandi. Kosningarnar áttu að fara fram árið 2019 en Erdogan boðaði öllum að óvörum til kosninga fyrr á árinu eftir víðtækar stjórnarskrárbreytingar sem hann keyrði í gegn í kjölfar tilraunar til valdaráns. Breytingarnar færa forsetaembættinu meiri völd og Tyrkland færist með breytingunum nær forsetaræði. Samhliða forsetakosningunum fara fram kosningar til þingsins í landinu og er flokkur Erdogans einnig í forystu þar og allt útlit fyrir að hann geti myndað meirihluta í þinginu.